spot_img
HomeFréttirMalaga aftur á toppinn - Myndband

Malaga aftur á toppinn – Myndband

 Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga endurheimtu toppsætið í ACB deildinni í kvöld með sigri á Movistar Estudiantes á heimavelli.  66:62 varð lokastaða leiksins og eins og stigaskorið sýnir þá var varnarleikur í hávegum hafður og skotnýting í samræmi við það. Nema hvað að Estudiantes héldu sér kannski við efnið þetta kvöldið með ágætri hittni fyrir utan þriggjastiga línuna (40%)  Eftir að hafa leitt með fjórum stigum í hálfleik misstu Malagamenn niður það forskot í 1 stig fyrir síðasta leikhlutann en sigruðu á lokametrunum með fjórum stigum. 
 
Jón Arnór spilaði sínar 14 mínútur í leiknum og skoraði 6 stig, hitti úr 3 af 4 skotum sínum og sendi eina stoðsendingu.  Með sigrinum eru Malaga aftur komnir á topp ACB deildarinnar en á morgun leika Real Madrid og Barcelona í körfuboltaútgáfunni af El Clássico og nokkuð ljóst að annað liðið mun þá jafna Malaga að stigum. 

Fréttir
- Auglýsing -