Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands kom saman í vikunni og tók fyrir þrjú mál. Magnús Gunnarsson, leikmaður mfl. ka. í Keflavík, fær einn leik í bann en honum var vikið úr húsi í leik gegn Snæfelli í Iceland Express-deildinni. Magnús verður því í banni á föstudag þegar Keflavík og Snæfell mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla.
Darnell Hugee, leikmaður mfl. ka. í Val, fær einn leik í bann en honum var vikið úr húsi í leik gegn Keflavík í Lengjubikar karla.
Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ung. fl. ka. í ÍR, fær áminningu en fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik með unglingaflokki gegn KFÍ.
Bönnin taka gildi á hádegi á morgun fimmtudag.
Í síðustu viku kom nefndin saman og tók fyrir eitt mál. Þorsteinn Eyfjörð, leikmaður KR í 11. flokki drengja, fær þriggja leikja bann en honum var vikið úr húsi í leik gegn Stjörnunni í 2. umferð Íslandsmóts 11. flokk drengja.
Bannið tók gildi á fimmtudegi í síðustu viku.
www.kki.is