spot_img
HomeFréttirMagic: Ég vona að Lakers tapi öllum leikjunum

Magic: Ég vona að Lakers tapi öllum leikjunum

 Dramað í kringum LA Lakers liðið er farið að líkjast þeim fjölmörgu sápuóperuþáttum sem einmitt framleiddir eru í sömu borg.  Liðið er í frjálsu falli og virðist varla eiga mikla möguleika á úrslitakeppninni í ár og í raun eru nær því að eiga sitt versta tímabil frá upphafi. Fyrrum bakvörður Lakers og stórstjarna þeirra Magic Johnson lét þau ummæli falla í vikunni að hann vonist til þess að liðið tapi sem flestum leikjum. “Því það þýðir ekkert að vera í neinu miðju moði í þessari deild. Annað hvort ertu að slást á toppnum eða þá að þú tapar bara hressilega og vonast eftir góðu háskólavali næsta sumarið.” sagði Magic.
 
Kobe Bryant var fengin til að svara fyrir þessi ummæli Magic og leikmaðurinn var nokkuð yfirvegaður í svari sínu. “Magic er eigandi liðs. Hann er eigandi í LA Dodgers (Hafnarboltalið) og fyrrum eigandi í Lakers. Þetta er sjónarmið eiganda og hans skoðun. Þannig sé ég þetta.  Magic er einn kappsamasti leikmaður sem ég man eftir og ég veit alveg að hann vill ekki tapa. Þannig að skýringin hlýtur að vera sú að hann sem eigandi sjái þetta þannig að við fáum þá góðan háskólavalrétt og gætum nýtt hann í að byggja liðið upp.” 
Fréttir
- Auglýsing -