spot_img
HomeFréttirMæta toppliðinu á gamlársdag

Mæta toppliðinu á gamlársdag

Hörður Axel Vilhjálmsson gerði fimm stig fyrir MBC í gær þegar úlfarnir máttu sætta sig við 66-78 tap á heimavelli gegn Ludwigsburg. Hörður var einnig með 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum.
 
 
MBC er nú í 8. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 7 sigra og 7 tapleiki en Alba Berlín trónir á toppi deildarinnar með 14 sigra og 1 tapleik. Hörður og félagar sitja ekki auðum höndum því liðið mætir Alba Berlín á gamlársdag í höfuðstaðnum.
  
Fréttir
- Auglýsing -