spot_img
HomeFréttirMadison Square Garden í kvöld!

Madison Square Garden í kvöld!

 Í kvöld mun svo sannarlega enn einn draumur þeirra Elvars Más Friðrikssonar og Martin Hermannssonar rætast þegar þeir halda í Madison Square Garden og etja þar kappi gegn Stony Brook háskólanum.  Marga dreymir um að komast í “Garðinn” einungis til að fara á leik með NY Knicks. Michael Jordan nánast gerði MSG að heimavelli á ferli sínum, Reggie Miller á líkast til eftirminnilegustu 9 sekúndur á parketinu í þessari höll og að ónefndum öllum þeim frægu listamönnum sem stigið hafa þar á stokk. 
 
Þessi sögufræga höll á sér langa sögu frá því hún var fyrst vígð árið 1879 en síðan þá hefur hún verið endurbyggð, endurskírð og fengið andlitslyftingu hér og þar. Hin upphaflegi MSG opnaði sem fyrr segir 1879 og tók þá 10.000 manns í sæti. Á fyrstu árunum var þar circus og þá gekk höllin undir nafninu Great Roman Hippodrome. MSG eins og við þekkjum hann í dag opnaði 11. febrúar árið 1968 og fékk andlitslyftingu frá toppi til táar sem voru kláraðar núna 2013
 
NY Knicks og NY Rangers (Íshokkí) spila heimaleiki sína í MSG. Það var hugmynd frá Mark Messier á 9 áratug síðustu aldar að hafa búningsherbergin hringlótt.  Þannig myndi liðið geta horfst í augu þegar leikmenn sátu og hlíddu á ræður þjálfara sinna. Merki liðanna er að sjálfsögðu í gólfi búningsherbergjana og sagan segir að engin og þá segja þeir að ENGIN stígi á merki liðsins í búningsherbergjum liðsins. 
 
Undir parketinu á körfuboltaleikjum eru kælilagnir í steypunni. Um leið og parketið er fjarlægt stendur eftir þessi hringlaga steypu klumpur sem starfsmenn setja smá vatn út á. Þegar kælilagnirnar eru svo settar í gang myndast ís og þar með getur Íshokkí liði Rangers spilað sína leiki sama dag jafnvel og Knicks kláruðu sinn leik. 
 
Bítlarnir spiluðu allir í Madison Square Garden á einhverjum tímapunkti en aldrei spiluðu þeir allir saman þar. Ein af síðustu framkomum  John Lennons og sú síðasta var einmitt í MSG þegar hann söng óvænt á tónleikum með Elton John árið 1974 og svo árið 1980, rétt áður en hann var myrtur.
 
Bjór er seldur í MSG en í húsinu eru fjögur “bjór herbergi” þar sem 521 röð af bjórleiðslum tengja rúmlega 1000 kúta af bjór saman. 33 tegundir af alskonar bjórtegundum, allt frá innflugum bjór að glútenlausum bjór. Í þessum bjór herbergjum er hiti akkúrat 36 gráður farenheit (2°c) til að tryggja það að viðskiptavinurinn fær sinn bjór kaldann!
 
Lítið upp þegar þið komið inn. Loftið í MSG er einstakt því þetta er eina loftið á höll í heiminum sem er er bogið inná við. 
 
Leikurinn í kvöld er í beinni útsendingu á ESPN og þeir sem hafa ESPN Player  geta greitt áskrift og horft á netinu en leikur hefst klukkan 21:00 í kvöld. 
 
Aðrar staðreyndir:
 
– Taylor Swift á met þegar það seldist upp á tónleika hennar í MSG á 60 sekúndum árið 2009
 
– Elton John hefur spilað á flestum tónleikum í MSG eða 62 talsins.
 
– Fyrsti leikur Michael Jordan var í MSG, hann skoraði 33 stig og stuðningsmenn Knicks stóðu á fætur eftir leik og lófaklapp fylgdi í kjölfarið.
 
– Jackson 5 söngvararnir komu fyrst fram í MSG
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -