spot_img
HomeFréttirLummudagamótið í blíðskaparviðri

Lummudagamótið í blíðskaparviðri

 
Lummudagamót körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Ólafshúss fór fram á útivellinum við Árskóla á laugardaginn var. Um bráðskemmtilegt mót var að ræða og veðrið alveg sérdeilis gott.
Þátttakan var ágæt, en þar sem þetta var í fyrsta skiptið í langan tíma sem streetball mót er haldið, voru aðstandendur ánægðir með útkomuna. Ólafshús styrkti mótið af myndarskap og fengu sigurvegarar pizzaveislu í verðlaun.
 
Rætt var um að halda annað mót í ágúst og reyna að setja upp tíðari mót með þessu skemmtilega fyrirkomulagi, en sumir þátttakendur af yngri kynslóðinni höfðu aldrei áður tekið þátt í götuboltamóti.
 
 
Ljósmynd/ www.tindastoll.is  Meistaraflokksleikmaðurinn Helgi Ragfn Viggósson reynir hér á þanþol körfunnar við Árskóla á Sauðárkróki.
Fréttir
- Auglýsing -