Með 110-98 sigri á Portland Trail Blazers, sigruðu Los Angeles Lakers Las Vegas sumardeild NBA. Verðmætasti leikmaður úrslitaleiksins var annarrar umferðar valréttur liðsins Kyle Kuzma, en hann skoraði 30 stig og tók 10 fráköst í úrslitaleiknum. Lakers voru án leikmannsins sem þeir tóku með öðrum valrétti nýliðavalsins, Lonzo Ball, en hann þurfti að fara af velli í undanúrslitaleiknum vegna vægrar tognunar í kálfa.
Lonzo var engu að síður valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Eftir að hafa byrjað frekar hægt, komst hann á flug og endaði með 16 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik í mótinu.
Stages of Summer League Lonzo
Game 1: bust
Game 2: might buy a lonzo jersey
Game 3: might get a Lonzo tattoo— ?netw3rk (@netw3rk) July 16, 2017
Hérna má sjá Lakers taka við bikarnum:
Hérna má sjá það helsta frá Lonzo í sumardeildinni: