spot_img
HomeFréttirLokastaðan í 1. deild karla: Þór fær Blika og Skallagrímur mætir Val

Lokastaðan í 1. deild karla: Þór fær Blika og Skallagrímur mætir Val

 
Síðasta umferðin í 1. deild karla fór fram í kvöld þar sem Þór úr Þorlákshöfn fékk afhentan deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla en liðið vann 17 deildarleiki og tapaði aðeins einum. Þá féllu Ármann og Leiknir og Þór Akureyri, Skallagrímur, Valur og Breiðablik röðuðu sér inn í úrslitakeppnina. Tímabilinu er nú lokið hjá FSu, Hetti og Laugdælum sem munu þó leika í 1. deild áfram á næsta tíambili.
Lokastaðan í 1. deild karla tímabiliði 2010-2011:

Þór Þorlákshöfn – deildarmeistari – beint upp í úrvalsdeild

________________________________________________
 
Þór Akureyri (Þór-Breiðablik í úrslitakeppninni)
Skallagrímur (Skallagrímur-Valur í úrslitakeppninni)
Valur
Breiðablik
________________________________________________
 
FSu
Höttur
Laugdælir
________________________________________________
Ármann – fall í 2. deild
Leiknir – fall í 2. deild

Mynd/ Úr safniÓðinn Ásgeirsson fór mikinn á Egilsstöðum í kvöld en hann og félagar í Þór Akureyri munu mæta Breiðablik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild karla. Tvo sigra þarf í undanúrslitum og úrslitum deildarinnar til að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -