spot_img
HomeFréttirLogi: Deildin er jöfn

Logi: Deildin er jöfn

 Logi Gunnarsson leikmaður Solna Vikings hefur átt fínu gengi að fagna nú síðastliðna leiki. Hann hefur leitt lið sitt í skorun og liðið hefur nú unnið 5 leiki í röð og í gærkvöldi lögðu þeir sjálfa meistara Jakob og félaga í Sundsvall.
 "Þetta var góður sigur hjá okkur á móti góðu liði í gærkvöldi og svo unnum við LF Basket á útivelli s.l. föstudag, en fyrir mót var þeim spáð titlinum. Þannig að það er ekki hægt að segja annað en að við erum á góðu róli." sagði Logi þegar Karfan.is náði tali af honum eftir leikinn í gær. 
 
Persónulega hefur Loga veriðað ganga vel í síðustu leikjum og í gær setti hann niður 28 stig sem er hans hæsta skor í ár. "Já ég hef verið að finna mig vel og ég held að það sé það að ég er að venjast betur og betur leikmönnunum í liðinu. Það urðu miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra en núna er þetta að smella hjá okkur.  Við losuðum okkur líka við báða erlendu leikmennina okkar sem byrjuðu mótið með okkur. Þó svo að annar þeirra hafi verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þá bara einfaldlega hentaði hann okkur ekki. Eftir þessi skipti höfum við verið að spila miklu betur." sagði Logi ennfremur. 
 
Aðspurður um möguleika Solna þennan veturinn sagðist Logi vera nokkuð bjartsýnn. "Ég tel að allt sé mögulegt. Þetta er jöfn deild og við erum bara tveimur leikjum frá toppliðinu sem stendur. Við höfum verið að vinna góð lið en þurfum að laga ýmislegt í okkar leik til að finna meiri stöðuleika." sagði Logi að lokum.
 
 
Mynd/texti: [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -