spot_img
HomeFréttirLjóst hvaða lið mætast í úrslitum yngri flokka

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitum yngri flokka

17:32

{mosimage}
(Keflvíkingar spila til úrslita í 10. flokki á morgun)

Í dag voru fjórir undanúrslitaleikir í DHL-höllinni en keppt var í 10. flokki kvenna og karla.

Keflavíkurstúlkur verða Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna á morgun eins og var greint frá fyrr í dag en A og B-lið Keflavíkur spilar til úrslita.

Í 10. flokki karla verða það KR og Breiðablik sem spila til úrslita en KR vann Keflavík í hörkuleik og Blikar unnu Njarðvíkinga einnig í hörkuleik.

Fyrsti úrslitaleikur morgundagsins hefst kl. 10.00 þegar Keflavík-a og Keflavík-b mætast. Kl. 12.00 er komið að 10. flokki karla. Tveimur tímum síðar er úrslitaleikurinn í unglingaflokki kvenna þegar Grindavík og KR mætast. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Fjölnis og KR í drengjaflokki en þessi lið komust í úrslitin í gærkvöldi.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -