14:38
{mosimage}
(Hannes t.h. og Stefán t.v. að störfum við dráttinn í dag)
Dregið var nú fyrir stundu í 8-liða úrslitum í Subwaybikar karla og kvenna en um dráttinn sáu þeir Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Stefán Þór Borgþórsson mótastjóri KKÍ.
Í kvennaflokki mætast eftirfarandi lið:
Skallagrímur-Hekla
Haukar-KR
Fjölnir-Valur
Keflavík-Hamar
Í karlaflokki mætast eftirfarandi lið:
UMFN-Haukar
KR-Keflavík
Grindavík-ÍR
ÍBV/Stjarnan-Valur
– ÍBV og Stjarnan mætast 20. desember n.k. og þá ræðst hvort liðið leiki við Valsmenn.
Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram dagana 11. og 12. janúar 2009.