spot_img
HomeFréttirLítill fugl hvíslaði að mér að Nick Bradford fer í gult

Lítill fugl hvíslaði að mér að Nick Bradford fer í gult

Fannar Ólafsson fyrirliði KR var nokkuð sáttur með bikardráttinn í dag “Ég held að þegar komið er svona langt þá séu engir óska mótherjar þar sem öll liðin eru sterk.  Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik og það gætu átt eftir að skipta miklu”

Aðspurður hvort þetta yrði til þess að Grindvíkingar myndu nú í kjölfarið fá til sín erlendan leikmann hafði Fannar þetta að segja “Já. Lítill fugl hvíslaði því að mér að Nick nokkur Bradford væri á leiðinni til landsins til að spila í gulu og geri ég fastlega ráð fyrir því að hann verði kominn fyrir leikinn. En við ætlum okkur klárlega alla leið.  Við erum ekki þessu sporti til að tapa leikjum, það segir sig sjálft” sagði Fannar í samtali við Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -