spot_img
HomeFréttirLitháen og Argentína síðust inn í 8-liða úrslit

Litháen og Argentína síðust inn í 8-liða úrslit

 
Tveimur síðustu leikjunum í 16 liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í Tyrklandi var að ljúka í dag þar sem Litháen og Argentína tryggðu sér tvö síðustu sætin. Litháar lögðu Kínverja og Argentínumenn höfðu betur í stórslag dagsins gegn erkifjendum sínum frá Brasilíu.
Litháen 78-67 Kína
Linas Kleiza var atkvæðamestur í liði Litháa með 30 stig og 9 fráköst en hjá Kínverjum var Wei Liu leikmaður Shanghai Sharks stigahæstur með 21 stig og 3 stoðsendingar.
 
Argentína 93-89 Brasilía
Luis Scola heldur áfram að leiða Argentínu menn en hann setti niður 37 stig í kvöld og tók 9 fráköst. Hjá Brasilíu var Marcelo Huertas atkvæðamestur með 32 stig.
 
8-liða úrslit hefjast strax á morgun með tveimur leikjum en svona munu þau líta út:
 
Miðvikudagur 8. september:
Serbía-Spánn
Tyrkland-Slóvenía
 
Fimmtudagur 9. september
Bandaríkin-Rússland
Litháen-Argentína
 
Ljósmynd/ www.fiba.com  Litháar eru komnir í 8-liða úrslit og kætast þá Algirdas og félagar í Lituanica hér á landi.
 
Fréttir
- Auglýsing -