spot_img
HomeFréttir"Liðið er ekki nógu vel samsett og það er á mig"

“Liðið er ekki nógu vel samsett og það er á mig”

Valur lagði Hauka í kvöld í tvíframlengdum leik í Ólafssal í 6. umferð Subway deildar karla, 124-127. Eftir leikinn er Valur með fjóra sigra og tvö töp á meðan að Haukar eru búnir að vinna tvo leiki og tapa fjórum.

Hérna er meira um leikinn

Maté var súr og svekktur eftir maraþontap:

Hvað á maður að segja..þið mætið hérna Valsliði sem er ekki fullmannað…það eru vonbrigði að ná ekki að landa þessum?

Alveg klárlega…við erum ekki nógu góðir. Við erum ekki nógu góðir í körfubolta, liðið er ekki nógu vel samsett og það er á mig…

Já…ég hef þá tilfinningu, þú vilt nú sennilega ekki taka undir það, að þú sért ergilegur yfir því að fjölmiðlar séu að spá ykkur 4ja sæti…er það raunhæft? Eru Haukar að fara að berjast um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni?

Ég veit það ekki…það eru allir að vinna alla. Það er ekki stóra vandamálið í þessu, vandamálið er að ég sé ekki þennan hóp komast langt eins og hann er í dag og eins og við erum að spila hérna þegar allt er undir í lokin.

Hvað þarf að breytast, hvað vantar upp á?

Menn sem geta klárað leiki og kunna að vinna leiki.

Þér finnst vanta þá eitt stykki leikmann í hópinn eða svo…?

Nei, mig vantar bara leikmenn sem kunna að klára leikinn. Við erum hérna með 11 stiga forystu, við höfum verið í tveimur öðrum 50/50 leikjum og við töpum þeim líka. Við komumst ekki á vítalínuna þegar allt er undir, getum ekki sótt körfu þegar allt er undir, við tökum hræðilegar ákvarðanir þegar allt er undir og það er eitthvað sem ég get ekki kennt einn tveir og þrír.

Já…nú hef ég tekið ótal viðtöl sem snúast um það sama…lið byrja oft á því að hanga á boltanum og lengja sóknirnar þegar lítið er eftir og liðið er með smá forystu…en fá það svo í rassgatið…það fannst mér gerast núna hjá ykkur…

Já, það er allt í lagi að hanga á boltanum ef að þú getur svo 1 á 1 sótt körfur eða víti en við erum ekki að ná að gera það…við erum ekki það sem kallast ,,clutch“. Þess vegna töpuðum við þessum leikjum…öllum…vegna þess að við erum ekki clutch.

Sagði Maté og Haukanna vegna finnst vonandi clötsið innan raða Haukaliðsins á næstu vikum.

Fréttir
- Auglýsing -