spot_img
HomeFréttirLengjubikar: Suðurnesjasigrar á línuna

Lengjubikar: Suðurnesjasigrar á línuna

 Öll Suðurnesjaliðin fóru með sigur af hólmi í kvöld úr leikjum sínum í Lengjubikarnum. Keflavík sigraði Stjörnuna á heimavelli með 94 stigum gegn 89 þar sem að Darrel K Lewis nokkur var mættur í hús og skellti 21 stigi. Njarðvíkingar sigruðu Blika nokkuð auðveldlega 94:58 þar sem hæst bar að "heimakletturinn" Friðrik Stefánsson var sendur í sturtu. Og svo voru það Grindvíkingar sem skelltu Haukum með 73 stigum gegn 66. 
 Öll úrvalsdeildarliðin nema Njarðvíkingar skörtuðu nýjum erlendum leikmönnum í kvöld.  Sem fyrr segir var Darrell Lewis mættur í Keflavíkina og þrátt fyrir að vera komin á efri árin þá leit kappinn nokkuð vel út en á líkast til eitthvað í land með formið.   Kevin Glitner var svo í Keflavíkurbúning, byssa og nokkuð sprækur leikmaður sem verður fróðlegt að fylgjast með. Hann setti niður 24 stig. 
 
Hjá Stjörnumönnum var það Brian Mills stór og stæðilegur miðherji sem var komst ágætlega frá sínu í það minnsta það sem sást af honum í fyrri hálfleik.  Hann endaði með að skila 19 stigum og 10 fráköstum. 
 
Hjá meisturum Grindavík voru mættir Aaron Broussard og Sammy Zeglinski.  Aaron skilaði stórleik í 32 stigum og 14 fráköstum á meðan Zeglinski hafði hægar um sig með 11 stig og 5 stoðsendingar. 
 
Mynd: Darrell Lewis "drævar" gegn Fannar Helgasyni.
 
Mynd/frétt: [email protected]
 
 
Fréttir
- Auglýsing -