spot_img
HomeFréttirLeikurinn eign Hamars frá upphafi til enda

Leikurinn eign Hamars frá upphafi til enda

Hamar gerði góða ferð í Nesfisks-höllina í Sandgerði í kvöld og hafði þaðan öruggan 65-88 sigur á Reynismönnum sem hafa tapað öllum níu leikjunum sínum til þessa í 1. deild karla.

Leikurinn var eign Hamars frá upphafi og fóru þar fremstir í flokki Samuel Prescott Jr. og Þorsteinn en þeir tveir skoruðu 55 stig af 88 og tóku auk þess 31 frákast.

Hamarsmenn skoruðu fyrstu 11 stigin og tóku þar með frumkvæðið sem þeir létu aldrei af hendi. Minnsti munur var á liðunum á 17 mínútu 32-37. Hálfleikstölur  35-48. Í seinni hálfleik héldu Hamarsmenn áfram að auka muninn og komust mest í 23 stiga mun í fjórða leikhluta eftir 13-0 áhlaup 50-83. Reynismenn náðu síðan aðeins að klóra í bakkann á síðustu mínútum leiksins. Lokatölur 65-88 fyrir Hamar.

Tölfræði leiksins

Mynd og umfjöllun/ SHG

Fréttir
- Auglýsing -