spot_img
HomeFréttirLeikskráin kveikti í Njarðvíkingum... sem misstu næstum því af leiknum

Leikskráin kveikti í Njarðvíkingum… sem misstu næstum því af leiknum

 
Gærdagurinn var stór dagur í körfknattleikssögu Njarðvíkinga þegar félagið tryggði sér í fyrsta sinn sæti í úrslitum kvenna í úrvalsdeild. Grænir splæstu í rútuferðir til Hveragerðis og þegar aðeins lokaspretturinn var eftir bilaði langferðabíllinn og þá voru góð ráð dýr.
Allt gekk þó upp að lokum þar sem rútan hafði staðið biluð í Kömbunum og stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins komust í Hveragerði rétt fyrir leik og þar beið þeirra góð kynding í leikskrá Hamars sem gefin var út fyrir leikinn.
 
Á baksíðu leikskrár Hamars stóð:
 
,,Næst á dagskrá hjá stelpunum er fyrsti leikurinn í úrslitaviðureigninni við Keflavík.“
 
Dýrt að orðið kveðið í þetta sinnið enda sáu Njarðvíkingar til þess að Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkinga fengi eintak í hendurnar og það kveikti upp í gestunum eins og Sverrir sagði í samtali við Karfan TV eftir leik í gær.
 
Myndir/ Á efri myndinni má sjá kyndingunna neðst í Leikskrá Hamars en á neðri myndinni eru langferðabílarnir að glíma við bilanir í Kömbunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -