spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: 1. deild hefst á ný í kvöld

Leikir kvöldsins: 1. deild hefst á ný í kvöld

Keppni í 1. deild karla hefst á nýjan leik í kvöld með tveimur viðureignum þegar topplið KFÍ heimsækir Hamar í Hveragerði og Breiðablik fær Ármann í heimsókn í Smárann.
Viðureignirnar hefjast báðar kl. 19:15 en fyrir leiki kvöldsins er KFÍ á toppnum með fullt hús stiga, Hamar í 5. sæti með 10 stig, Breiðablik er svo í 3. sæti með 12 stig og Ármenningar á botninum með 2 stig.
 
Í kvöld eru einnig tveir bikarleikir í drengjaflokki, sá fyrri kl. 19:00 þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól og sá seinni kl. 19:10 þegar Stjarnan fær Val í heimsókn.
 
Einn leikur fer svo fram í 2. deild karla í kvöld kl. 19:00 þegar Augnablik fær Bolungarvík í heimsókn.
 
  
Mynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson Craig Schoen og félagar mæta í blómabæinn Hveragerði í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -