Í kvöld fer fram einn leikur í 1. deild karla þegar Hamar tekur á móti Þór Akureyri í Blómabænum Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Hvergerðingar eru í 3. sæti deildarinnar um þessar mundir með 18 stig og Þór hefur 12 stig í 6. sæti.
Þá mætast Njarðvík og Keflavík í unglingaflokki kl. 18:00 í bikarkeppni yngri flokka og kl. 18:30 eigast við Stjarnan og Grindavík b í 1. deild kvenna. KR tekur á móti Þór Þorlákshöfn/Hamar kl. 18:30 í bikarkeppni drengjaflokks og Kormákur fær Njarðvík í heimsókn í bikarkeppni 9. flokks kvenna kl. 20:00 á Hvammstanga.