Í dag halda 8-liða úrslitin í Subwaybikarkeppni karla og kvenna áfram og hefjast lætin kl. 17:00 í Kópavogi þegar Breiðablik tekur á móti ÍR. Von er á hörkuslag þar sem bæði lið þurfa að rífa sig upp og finna stemmninguna eftir skelli í Iceland Express deildinni á föstudag. Blikar lágu þá úti gegn Snæfell og ÍR lá heima gegn KR.
Þá mætast Snæfell og Haukar í kvennaflokki kl. 17:00 í bikarnum en þrír bikarleikir fara svo fram kl. 19:15. Snæfell tekur á móti Fjölni í karlaflokki svo það verður tvíhöfði í Hólminum í dag og Keflavík fær Hamar í heimsókn í kvennaflokki og verður leikurinn í beinni útsendingu á www.sporttv.is