Keppni í Subwaybikarnum heldur áfram í dag þar sem tveir leikir fara fram. Þá eru yngri flokkarnir á ferð sem og kapparnir í 2. deild karla.
Kl. 15:00 mætast Njarðvík og Þór Akureyri í Subwaybikar kvenna. Njarðvíkingar eins og kunnugt er leika í Iceland Express deildinni en Norðankonur leika í 1. deild. Kl. 16:00 mætast svo Fjölnir og Laugdælir í Subwaybikarnum í Dalhúsum í Grafarvogi en liðin mættust fyrr í vikunni í 1. deildinni þar sem Fjölniskonur höfðu öruggan sigur.
8-liða úrslitum í Subwaybikar kvenna lýkur svo á morgun þegar Keflavík tekur á móti Hamri og Snæfell fær Hauka í heimsókn.
Ljósmynd/ Moss og stöllur í Njarðvík fá Þór Akureyri í heimsókn í Ljónagryfjuna í dag.