Í kvöld fara fram síðustu leikirnir í riðlakeppni Lengjubikars karla. Fjórir leikir eru á boðstólunum og þá ræðst það endanlega hvernig ,,hin fjögur fræknu“ munu líta út en Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér farseðilinn þangað.
Leikir kvöldsins í Lengjubikar karla:
19:15: Keflavík-Njarðvík
19:15: Þór Þorlákshöfn-Skallagrímur
19:15: Grindavík-Haukar
19:30: Valur-Hamar
Keflavík verður að vinna Njarðvík með 14 stiga mun eða meira til að komast áfram í undanúrslit, Þór verður að vinna Skallagrím, Grindavík er komið áfram og viðureign Vals og Hamars mun ekki hafa nein áhrif á D-riðil þar sem hvorugt lið á kost á því að komast upp úr riðlinum.
Þá eru einnig þrír leikir í unglingaflokki kvenna en heildaryfirlit fyrir leiki kvöldsins má nálgast hér.