spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Nýliðar Fjölnis heimsækja Smárann og Haukar fara í Stykkishólm

Leikir dagsins: Nýliðar Fjölnis heimsækja Smárann og Haukar fara í Stykkishólm

Tveir leikir fara fram í annarri umferð Dominos deildar kvenna í kvöld.

Í Smáranum mætast Breiðablik og Fjölnir, upphaflega höfðu bæði lið unnið leiki sína í fyrstu umferðinni. Fjölnir lið Snæfells nokkuð örugglega og Breiðablik deildarmeistara Vals. Niðurstöðu leiks Breiðabliks og Vals þó snúið við í gær og Val dæmdur sigur 20-0, þar sem Breiðablik notaði leikmann sem mögulega átti að vera í banni í leiknum. Dómur sem Blikar ætla sér að kæra og því ólíklegt að öll kurl séu komin til grafar á þessari stundu.

Tveir aðrir leikir áttu að fara fram í kvöld í þessari annarri umferð. KR átti leik gegn Val og Keflavík gegn Skallagrím, en vegna þess að allir leikmenn KR og Keflavíkur eru í sóttkví, mun þeim leikjum hafa verið frestað.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins


Dominos deild kvenna:


Breiðablik Fjölnir – kl. 19:15


Snæfell Haukar – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -