Allir leikmenn Dominos deildar kvenna liða Keflavíkur og KR eru komnir í sóttkví vegna Covid-19 smits innan annars liðsins samkvæmt heimildum Körfunnar.

Liðin mættust þann 23. síðastliðinn í fyrstu umferð Dominos deildar kvenna þar sem að Keflavík fór með sigur af hólmi, en smitið kom upp eftir leikinn og þar með þurfa allir leikmenn beggja liða að fara í sóttkví.

Ekki er ljóst á þessari stundu þangað til hvenær leikjunum verður frestað, en samkvæmt dagatali hefur leik Keflavíkur gegn Skallagrím í næstu umferð og KR gegn Val verið frestað.