Fyrr í dag var 71-67 sigur Breiðabliks á Val í fyrstu umferð Dominos deildar kvenna dæmdur ógildur. Félagið var einnig sektað um 250 þúsund krónur. Var það fyrir að tefla fram leikmanni sem hafði unnið sér inn eins leiks bann á síðasta tímabili, en ekki náð að sitja það af sér vegna þess að mótinu var flýst.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði þjálfari liðsins Ívar Ásgrímsson að félagið myndi ekki una þessari niðurstöðu hún yrði kærð. Enn frekar sagði Ívar að hann hefði litlar áhyggjur á öðru en að það mál yrði leitt til lykta þeim í hag, þar sem að samkvæmt þeirra skilning hafi þetta ekki átt að veraa leikur sem leikmanninym bæri skylda til að taka leikbann sitt út í.

Túlkun reglna mun vera það sem aðskilur hliðarnar tvær. Réttara sagt er í þeim kveðið á tvær ólíkar niðurstöður í málum sem þessum. Þar sem að með niðurstöðu sinni sé KKÍ að áætla að leikmaður hafi átt að taka út bann sitt í fyrsta leik næsta tímabils, sem var þessi leikur gegn Val. Á öðrum stað er þó tekið fram að frestist leikur, skal leikmaður taka út refsingu í þeim sama frestaða leik, en sá leikur fór aldrei fram þar sem að tímabilinu var frestað.

Þessar aðstæður eru að sjálfsögðu mjög undarlegar, þar sem að ekki er venjan að fresta leikjum og aflýsa þeim síðan án þess að leikið sé líkt og gert var við lok síðasta tímabils.