spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Flottur fimmtudagur í vændum

Leikir dagsins: Flottur fimmtudagur í vændum

Í kvöld hefst sautjánda umferðin í Domino´s deild karla. Með kvöldinu í kvöld eru alls 12 stig eftir í pottinum og KR með 6 stiga forystu á toppi deildarinnar. Botnliðin þrjú, Fjölnir, Skallagrímur og ÍR, sem nú eiga í blóðugri baráttu fyrir lífi sínu í deildinni spila öll í kvöld en aðeins eitt þeirra á heimavelli þegar ÍR tekur á móti Keflavík.
 
 
*Einn leikur er í 1. deild karla í kvöld en þá tekur Hamar á móti Breiðablik kl. 19:15. Allir leikir dagsins.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
 
ÍR – Keflavík
Njarðvík – Grindavík
KR – Snæfell
Stjarnan – Skallagrímur
Tindastóll – Fjölnir
 
ÍR – Keflavík
Aðeins fimm stig skildu liðin að í fyrri leiknum sem Keflavík vann 87-82. Keflvíkingum hefur ekkert gengið á útivelli undanfarið og tapað síðustu fimm útileikjum sínum. Keflavík er á meðal liða í miðjugraut deildarinnar þar sem sigur eða tap getur sent þig um óravíddir en ÍR þarf nauðsynlega á sigri að halda með 6 stig á botni deildarinnar.
 
Njarðvík – Grindavík
Njarðvíkingar eru heitasta lið deildarinnar um þessar mundir, eru á lengsta „rönn-inu“ með fjóra sigra í röð. Fyrri viðureign liðanna fór 74-85 fyrir Njarðvík þegar liðin áttust við í Röstinni í Grindavík. Gulir Grindvíkingar eru að koma af súru tapi gegn KR í Röstinni þar sem allt gekk á afturfótum hjá heimamönnum á lokasekúndum leiksins.
 
KR – Snæfell
Lengjan fer ekki mjúkum höndum um Hólmara, gefur þeim stuðulinn 3,6 á meðan KR fær 1,05. KR hefur eins og flestir vita ekki tapað leik á heimavelli í vetur og verma toppinn en Hólmarar eru í 6. sæti með 16 stig. Fyrri leikur liðanna á tímabilinu var ekki amalegur, fór 91-99 í Stykkihólmi þar sem KR-ingar léku í Snæfellsbúningum, ætli þeir röndóttu muni eftir treyjunum í kvöld? Við á Karfan.is biðjum hér með Martin Hauksson að halda sínum strákum við efnið…mögulega verður Ingi Þór með varabúninga úr Hólminum til að hlaupa undir bagga með uppeldisklúbbnum sínum ef þarf.
 
Stjarnan – Skallagrímur
Borgnesingar fara ekki í Höllina í ár þökk sé Stjörnunni, sú staðreyndi ætti að vera Skallagrímsmönnum næg ástæða til að gera svaðalegan leik í Ásgarði. Bikarleikurinn var jafn og spennandi þar sem Stjarnan hafði betur en Skallagrímur vann fyrri deildarleikinn í Fjósinu 94-85.
 
Tindastóll – Fjölnir
Stólarnir mættu í Dalhús og skelltu Fjölni 80-98 í fyrri viðureign liðanna á tímabilinu. Fjölnismenn komust í stutt var frá botni deildarinnar með sigri á Skallagrím í síðustu umferð og þjálfarinn var brattur eftir leik. Nú fara Fjölnismenn yfir heiðar og norður í Skagafjörð og við sjáum hversu brattir þeir verða í rimmunni gegn Tindastól á erfiðasta útivelli landsins.
 
Staðan í Domino´s deildinni
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 16 15 1 30 1585/1300 99.1/81.3 8/0 7/1 103.3/81.8 94.9/80.8 4/1 9/1 +2 +8 +1 2/1
2. Tindastóll 16 12 4 24 1519/1373 94.9/85.8 8/0 4/4 97.3/78.4 92.6/93.3 3/2 7/3 +1 +8 -3 3/1
3. Njarðvík 16 10 6 20 1392/1310 87.0/81.9 6/2 4/4 88.4/80.4 85.6/83.4 4/1 7/3 +4 +2 +2 0/1
4. Stjarnan 16 9 7 18 1409/1389 88.1/86.8 7/1 2/6 92.1/82.9 84.0/90.8 2/3 6/4 -1 +7 -3 1/1
5. Þór Þ. 16 9 7 18 1504/1515 94.0/94.7 6/2 3/5 95.1/92.4 92.9/97.0 4/1 6/4 +2 +2 +1 2/2
6. Snæfell 16 8 8
Fréttir
- Auglýsing -