spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fjölnismenn heimsækja Hamar

Leikir dagsins: Fjölnismenn heimsækja Hamar

10:15
{mosimage}

(Marvin og Hamarsmenn taka á móti Fjölni í kvöld)

Toppslagur er á dagskrá í 1. deild karla í kvöld þegar Hamarsmenn taka á móti Fjölni kl. 19:00 í Hveragerði. Hamar trónir á toppi 1. deildar með 26 stig en Fjölnir er í 5. sæti með 18 stig og á í harðri baráttu við Þór Þorlákshöfn og KFÍ um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Þá er einn leikur í A-riðli 1. deildar þegar Álftnesingar taka á móti HK. Þrír leikir eru svo á dagskrá í unglingaflokki, tveir í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Í kvennaflokki mætast Grindavík og Keflavík kl. 20:00 í Röstinni. Í karlaflokki mætast Valur og Keflavík í Vodafonehöllinni kl. 20:30 og Haukar taka á móti FSu að Ásvöllum kl. 20:15.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -