Í kvöld hefst ellefta umferðin í Domino´s-deild karla og eru fimm leikir á dagskránni sem allir nema einn hefjast kl. 19:15. Toppslagur verður þegar Keflavík tekur á móti Stjörnunni í TM-Höllinni í Keflavík og þá freista Hattarmenn þess að næla í sín fyrstu stig í deildinni þegar Haukar koma í heimsókn á Egilsstaði. Viðureign Hauka og Hattar hefst kl. 18:30.
Leikir dagsins í Domino´s-deild karla
18:30 Höttur – Haukar
19:15 Snæfell – Þór Þorlákshöfn
19:15 Keflavík – Stjarnan
19:15 KR – ÍR
19:15 Tindastóll – FSu
Höttur – Haukar
Við þurfum ekkert að fjölyrða um stöðu Hattar, nýliðarnir þurfa á stigum að halda og mennirnir hans Viðars þurfa að snúa bökum saman og galdra fram heljarinnar frammistöðu því Haukar mæta vel gyrtir til leiks eftir ósigurinn gegn Njarðvík í síðustu umferð. Haukar og Höttur hafa einu sinni áður mæst í úrvalsdeild á Egilsstöðum en það var árið 2006 þar em Haukar unnu öruggan 61-98 sigur í viðureign liðanna.
Snæfell – Þór Þorlákshöfn
Sem stendur er Snæfell utan úrslitakeppninnar í 10. sæti með 8 stig og af raunum liðið höfum við heyrt. Með hverjum leiknum bætir 1966 módelið Baldur Þorleifsson metið og þó Sveinn Arnar hafi tekið fram skónna að nýju þá eru Ingi Þór og Hólmarar engu að síður að glíma við erfiða manneklu. Snæfell var með 10 leikmenn á skýrslu í síðasta leik og fékk ráðningu gegn Stjörnunni, spurning hvort menn hafi safnað vopnum sínum því Þórsarar eru komnir á skrið með sigur í síðustu tveimur deildarleikjum. Þór hefur einnig fundið sig vel í Hólminum síðustu ár og unnið þrjár síðustu deildarviðureignir liðanna í Stykkishólmi.
Keflavík – Stjarnan
Fá „The Sig“ og „Júgginn“ að fljúga í kvöld? Stjarnan getur jafnað Keflavík að stigum með sigri og þannig gefið KR tækifæri á að ná toppnum um jólin, ef þeir leggja ÍR. Margt í boði og ljóst að Keflavík-Stjarnan verður engin lognmolla. Alvöru toppslagur og síðustu misseri hefur jafnan hitnað vel í kolunum í viðureignum þessara liða. Stjörnumenn unnu síðast deildarleik í Keflavík 2012 en hafa tapað þremur síðustu deildarleikjunum þar. Keflvíkingar hafa verið brokkgengir síðustu þrjá leiki með tap gegn Tindastól og FSu en réttu úr kútnum með naumum sigri í Hellinum gegn ÍR.
KR-ÍR
Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára komast á toppinn með sigri á ÍR í kvöld og verða þá einir á toppnum takist Stjörnunni að leggja Keflavík. Við á Karfan.is erum hætt að gefa KR nokkurn skapaðan hlut í leikjunum gegn ÍR, Reykjavíkurrimmurnar hafa verið „deadly“ síðustu ár sama hvar liðin hafa verið í töflunni. DHL-Höllin hefur verið sterkt vígi KR-inga síðustu ár en ÍR hefur enn ekki unnið deildarleik þar, síðast þegar ÍR lagði KR á heimavelli þeirra röndóttu var það úti á Seltjarnarnesi. ÍR hefur þó unnið sigur í DHL-höllinni en aðeins í úrslitakeppninni. Reyndar er ÍR með 3-2 stöðu gegn KR í DHL-Höllinni í leikjum í úrslitakeppninni frá árinu 2007.
Tindastóll-FSu
Tindatsóll og FSu eiga tvær deildarviðureignir að baki í Síkinu. Sú fyrri árið 2008 lauk með 86-72 sigri Tindastóls og árið eftir bar heldur meira í millum liðanna því Stólarnir fóru með 103-52 sigur af Hólmi. FSu freistar því þess að vinna sinn fyrsta sigur í Skagafirði í kvöld í sögu félagsins. FSu hefur í síðustu tveimur leikjum unnið Keflavík og tapað naumlega gegn KR. Þrátt fyrir þá frammistöðu eru nýiðarnir í fallsæti, því ellefta með fjögur stig. Hver stórleikurinn hefur rekið annann hjá Tindstól undanfarið, liðið lagið Keflavík í Síkinu, tapaði í hörku slag gegn KR í DHL-höllinni og vann svo stórsigur á Grindavík í Mustad-höllinni þar sem silfurlið síðasta árs hnykklaði vöðvana allnokkuð. Hér gæti orðið afar áhugaverður leikur.
Staðan í deildinni
Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Keflavík | 8/2 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2. | KR | 8/2 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
3. | Stjarnan | 7/3 | 14 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
4. | Haukar | 6/4 | 12 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
5. | Þór Þ. | 6/4 | 12 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
6. | Njarðvík | 6/4 | 12 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
7. | Tindastóll | 5/5 | 10 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
8. | Grindavík | 4/6 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
9. | ÍR | 4/6 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
10. | Snæfell | 4/6 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
11. | FSu | 2/8 | 4 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
12. | Höttur | 0/10 | 0 |