10:17
{mosimage}
(Cedric Isom og félagar í Þór fá Snæfellinga í heimsókn)
Margir leikir eru á dagskrá í dag. Leikið er í Lýsingarbikar karla og kvenna ásamt 1. deild karla. 16-liða úrslit í Lýsingarbikar kvenna hefjast í kvöld með þremur leikjum og einn leikur verður í 8-liða úrslitum karla.
Í 1. deild karla taka heimamenn á Ísafirði á móti Reynismönnum. Staða þessa liða er slæm en þau eru í 8. og 9. sæti með fjögur og tvö stig. Hefst leikurinn kl. 20:00.
Í Lýsingarbikar karla heimsækja Snæfellingar Akureyringa í fyrsta leik 8-liða úrsilta Lýsingarbikar karla. Leikurinn fer fram í Síðuskóla og hefst hann kl. 19:15.
Þrír leikir eru í 16-liða úrslitum Lýsingarbikar kvenna. Í Keflavík er grannaslagur þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. Staða þessara liða er ólík og má því búast við við erfiðu verkefni hjá þeim grænu.
Ekkert verður af leik Breiðabliks og Hamars í kvennaflokki þar sem Blikar hafa gefið leikinn.
Þriðji leikur kvöldsins í Lýsingarbikar kvenna er viðureign Hauka-B og Grindavíkur á Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 21:00.
Einn leikur er í unglingaflokki karla en það er viðureign Hauka og Fjölnis og hefst hann kl. 21:15 í íþróttahúsinu við Strandgötu.
Í bikarkeppni 10. flokks karla taka Grindvíkingar á móti Eyjamönnum og hefst leikurinn kl. 21:00.
Mynd: [email protected]