Fimm leikir fara fram í yngri flokkunum í dag og er einn þeirra bikarleikur þar sem Njarðvík tekur á móti Keflavík kl. 20:00 í stúlknaflokki. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni.
Hinir fjórir leikir dagsins eru allir í drengjaflokki og kl. 19:30 mætast Keflavík og Njarðvík í Toyotahöllinni í Keflavík. Stjarnan tekur á móti Breiðablik kl. 20:00 í Ásgarði, ÍR fær Hamar/Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Seljaskóla kl. 20:00 og Valur tekur á móti Skallagrím/Snæfell í Vodafonehöllinni kl. 20:30.