Fjórir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik í kvöld en keppnin hófst á mánudag með viðureign Olympiacos frá Grikklandi og Real Madríd frá Spáni. Grikkirnir höfðu öruggan sigur í leiknum 82-66.
Leikir kvöldsins:
BC Khimki – Asseco Prokom
Fenerbahce Ulker – Lietuvos R.
Union Olimpija – Efes Pilsen
Virtus Roma – Brose Baskets
Ljósmynd/ Evrópumeistarar Barcelona hefja keppni annað kvöld er þeir taka á móti Cibona Zagreb.