spot_img
HomeFréttirLeikguðinn lagði Giannis í fyrsta leik úrslitanna

Leikguðinn lagði Giannis í fyrsta leik úrslitanna

Phoenix Suns lögðu Milwaukee bucks í nótt í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar, 105-118. Suns því komnir með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki vinnur titilinn.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestur fyrir Bucks í leiknum var Giannis Antetokounmpo með 20 stig og 17 fráköst. Giannis hafði verið meiddur í úrslitum Austurstrandarinnar, en var sagt frá endurkomu hans rétt fyrir leik næturinnar. Augljóslega var leikmaðurinn ekki búinn að ná sínum fyrri styrk í þessum fyrsta leik, en ljóst er að ætli Bucks sér að eiga möguleika í þessu einvígi verður hann að gera svo.

Fyrir Suns var það Leikguðinn Chris Paul sem dró vagninn með 32 stigum og 9 stoðsendingum, en þá bætti miðherjinn DeAndre Ayton við 22 stigum og 19 fráköstum.

Það helsta úr leik Suns og Bucks:

https://www.youtube.com/watch?v=bNXzz9jJXIc

Næsti leikur einvígis liðanna er aðfaranótt föstudags 9. júlí kl. 01:00, en hérna er hægt að sjá alla leikdaga úrslitanna.

Fréttir
- Auglýsing -