Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar með sigri á Atlanta Hawks í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar, 118-107. Í úrslitunum munu Bucks mæta liði Phoenix Suns, sem á dögunum lögðu LA Clippers í úrslitum Vesturstrandarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá leikdaga í Lokaúrslitunum, en fyrsti leikurinn er aðfaranótt komandi miðvikudags kl. 01:00.

Leikdagar lokaúrslita NBA deildarinnar:

Leikur 1 – Aðfaranótt miðvikudags 7. júlí kl. 01:00

Leikur 2 – Aðfaranótt föstudags 9. júlí kl. 01:00

Leikur 3 – Miðnætti sunnudaginn 11. júlí kl. 24:00

Leikur 4 – Aðfaranótt fimmtudags 15. júlí kl. 01:00

Leikur 5 – Aðfaranótt laugardags 18. júlí kl. 01:00 (Ef þarf)

Leikur 6 – Aðfaranótt miðvikudags 21. júlí kl. 01:00 (Ef þarf)

Leikur 7 – Aðfaranótt föstudags 23. júlí kl. 01:00 (Ef þarf)