Stjörnuleikmaður Cleveland Cavaliers, Lebron James, var að sjálfsögðu eilítið uppstökkur eftir tap hans manna í öðrum leiknum í röð í úrslitaeinvígi liðsins gegn Golden State Warriors. Ekki var eins og það hafi vantað mikið upp á frammistöðu leikmannsins í þessum fyrstu tveimur leikjum, þar sem hann m.a. jafnaði met fyrrum Los Angeles Lakers goðsagnarinnar Magic Johnson, með sinni áttundu þrennu í lokaúrslitum í leik næturinnar. Virðist frekar vera tölfræði félaga hans, þá sérstaklega bakvarðanna JR Smith og Kyrie Irving, sem talað er um að vanti upp á.
Fyrstu tveir leikir einvígis liðanna farið fram á heimavelli Golden State í Oakland, en nú mun serían færast yfir á heimavöll Cavaliers í Cleveland í næstu tvo. Eftir leik næturinnar kaus Lebron James að sleppa eiginlegum blaðamannafundi, kaus þess í stað að svara spurningum blaðamanna inni í klefa eftir leik. Einum blaðamanninum varð á að spyrja hann að því hvort að ekki væri mikilvægt fyrir Cavaliers að verja heimavöllinn í næstu leikjum. Spurning sem að sjálfsögðu allir vita svarið við, en í staðinn fyrir að svara henni ákvað James, sjáanlega pirraður, að svara henni eins og sjá má hér fyrir neðan.
LeBron: I mean, are you a smart guy?
Reporter: I think so.
LeBron: You think so, right? So we don’t defend homecourt, what happens?
Reporter: Yeah, I know. That’s what I’m saying.
LeBron: I’m asking you.
Reporter: Well yeah, then you guys are looking at getting swept.
LeBron: All right. So, that answered your question.