spot_img
HomeFréttirLauren send heim

Lauren send heim

  Lauren Thomas-Johnson sem Haukar fengu til liðs við sig í byrjun janúar hefur nú yfirgefið félagið en samkvæmt Samúel Guðmundssyni formanni körfuknattleiksdeildar Hauka var tekin sú ákvörðun að senda hana heim.
"Lauren var á reynslu hjá okkur og okkur fannst hún ekki standa undir væntingum þannig að sú ákvörðun var tekin að bjóða henni ekki samning út tímabilið," sagði Samúel þegar karfan.is náði tali af honum í morgun.
 
Lauren skoraði 6,5 stig að meðaltali og var með 3,5 fráköst í þeim leikjum sem hún lék fyrir félagið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort annar leikmaður verður fenginn í staðinn fyrir Lauren.
 
Mynd/ Lauren Thomas-Johnson leikur ekki meira með Haukum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -