spot_img
HomeFréttirLaura Audere er nýr liðsmaður Snæfellskvenna

Laura Audere er nýr liðsmaður Snæfellskvenna

 
Hin 26 ára gamla Laura Audere hefur gengið til liðs við kvennalið Snæfells og er ætlunin að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi átök í B-riðli og setja markið beint í úrslitakeppnina. Frá þessu er greint á www.snaefell.is 
Laura lék síðast hjá Hapoel Tel Aviv og var þar með 17 stig og 7 fráköst í sex leikjum en hún kemur frá Lettlandi.
 
Keppni hefst í B-riðli næsta sunnudag og þá tekur Snæfell á móti Fjölni kl. 19:15 í Stykkishólmi en Snæfell, Fjölnir, Njarðvík og Grindavík skipa B-riðil.
Fréttir
- Auglýsing -