Hin 26 ára gamla Laura Audere hefur gengið til liðs við kvennalið Snæfells og er ætlunin að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi átök í B-riðli og setja markið beint í úrslitakeppnina. Frá þessu er greint á www.snaefell.is
Laura lék síðast hjá Hapoel Tel Aviv og var þar með 17 stig og 7 fráköst í sex leikjum en hún kemur frá Lettlandi.
Keppni hefst í B-riðli næsta sunnudag og þá tekur Snæfell á móti Fjölni kl. 19:15 í Stykkishólmi en Snæfell, Fjölnir, Njarðvík og Grindavík skipa B-riðil.