spot_img
HomeFréttirLárusi fannst vafasamt að lokaskot Njarðvíkur hafi verið karfa "Fannst ekki betra...

Lárusi fannst vafasamt að lokaskot Njarðvíkur hafi verið karfa “Fannst ekki betra liðið fara með sigur af hólmi”

Njarðvík lagði Þór í oddaleik í Ljónagryfjunni í kvöld í átta liða úrslitum Subway deildar karla, 98-97. Njarðvík fer því áfram í undanúrslitin, þar sem þeir mæta deildarmeisturum Vals í fyrsta leik eftir helgi.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Lárus Jónsson þjálfara Þórs eftir leik í Ljónagryfjunni. Lárus tjáir sig lítið um lok framlengingar leiksins, en með innan við sekúndu eftir setur Þorvaldur Orri Árnason ótrúlegan flautuþrist langt fyrir utan þriggja stiga línuna til þess að vinna leikinn fyrir Njarðvík, 98-97. Segir hann þó að honum hafi þótt vafasamt að það hafi verið karfa.

Fréttir
- Auglýsing -