Íslenskir landsliðshópar eru nú vel dreifðir um álfuna og eiga í dag fimm leiki. Tveir þeirrra, hjá undir 16 ára liðum stúlkna og drengja eru í Evrópukeppninni, en svo leikur A landslið karla einn, en undir 15 ára lið stúlkna tvo æfingaleiki.
Mun það verða í fyrsta skipti sem að landsleikir eru leiknir á Flúðum þegar að undir 15 ára lið stúlkna leikur æfingaleiki sína þar í dag gegn Írlandi, en húsið er það 27. sem að landsleikur er leikinn í á landinu. Mun þetta einnig vera í fyrsta skipti sem að undir 15 ára lið kemur hingað til lands.
Leikir dagsins
U16 drengja leikur um 13. sæti Evrópumóts
Ísland Búlgaría kl. 10:45
Hérna er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu
A landslið karla leikur æfingaleik í Székesfehérvár
Ísland Ungverjaland kl. 13:15
Hérna er hópur liðsins sem fór í æfingaferðina
U15 stúlkna leikur æfingaleik á Flúðum
Ísland Írland kl. 14:00
Hérna er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu
U15 stúlkna leikur æfingaleik á Flúðum
Ísland Írland kl. 16:00
Hérna er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu
U16 stúlkna í riðlakeppni Evrópumóts
Ísland Svíþjóð kl. 19:00
Hérna er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu