spot_img
HomeFréttirLaMelo Ball talinn líklegastur til að verða nýliði ársins af veðbönkum

LaMelo Ball talinn líklegastur til að verða nýliði ársins af veðbönkum

Nýliðaval NBA deildarinnar fór fram síðastliðinn miðvikudag. Þar völdu Minnesota Timberwolves Anthony Edwards fyrstan, Golden State Warriors tóku James Wiseman með öðrum valréttinum og þriðji til þess að vera valinn var LaMelo Ball til Michael Jordan og félaga í Charlotte Hornets.

Veðbankar hafa nú gefið út stuðla sína þar sem hægt er að lesa úr hver þeirra er talinn líklegastur til þess að vinna verðlaun nýliða ársins eftir fyrsta tíumabilið. Þar er LaMelo Ball eftstur á lista með stuðulinn 3.9, en Anthony Edwards og James Wiseman eru saman í 2.-3. sætinu, hvor um sig í 4.8.

Þessir stuðlar eiga að sjálfsögðu eftir að breytast yfir tímabilið, en á þessari stundu fær sá sem veðjar minnst fyrir að gera það á nafn LaMelo Ball. Eitthvað spilar það inn í hvaða aðstæður leikmennirnir eru að fara, en almennt er talið að Ball verði látnir eftir lyklarnir að Hornets, meira en hjá bæði Edwards í Timberwolves og Wiseman hjá Warriors.

Nýliðaval NBA deildarinnar var ítarlega rætt í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki, en hana má nálgast hér.

Fréttir
- Auglýsing -