Sneisafullur Boltinn Lýgur Ekki! 

Í fyrri hlutanum fékk Véfréttin til sín þann Eldfima til þess að fara yfir allt sem er að gerast í íslenskum körfubolta. Landsliðin, dómsmálin og rístartið. 

Í seinni hlutanum mætti Sagnfræðingurinn, Hörður Unnsteinsson og fór með strákunum yfir nýliðavalið og öll helstu skipti og vendingar sem hafa átt sér stað á undanförnum dögum í NBA deildinni.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili Boltinn Lýgur Ekki.