LA Lakers eru nú sjónarmun á eftir Cleveland Cavaliers í keppninni um besta vinningshlutfallið í NBA eftir öruggan sigur á botnliði Sacramento Kings í nótt, 104-122.
Á meðan vann Houston góðan sigur á Orlando og New Orleans Hornets unnu Miami Heat í framlengingu. San Antonio vann Oklahoma Thunder í fjarveru Manu Ginobili sem verður ekki meira með á leiktíðinni og Charlotte hélt lífi í draumnum um sæti í úrslitakepnninni með sigri á Philadelphia. Sá draumur er þó enn fjarlægur því keppnin þessar síðustu vikur mun standa um innbyrðis stöður liðanna sem hafa tryggt sig eða eru hérumbil trygg.