{mosimage}09:26:04
LA Lakers lögðu granna sína í Clippers í nótt, 88-85, þrátt fyrir að eiga arfaslakan leik. Lakers eru sem fyrr einum sigri á eftir Cleveland Cavaliers í keppninni um besta vinningshlutfall í NBA, en Cavs unnu enn einn sigurinn í nótt, nú á San Antonio Spurs, 101-81.
Lakers mega alls ekki við því að tapa ef þeir ætla að eiga von um heimaleikjarétt komist þeir í úrslitin, og það munaði full litlu í nótt, allavegana fyrir smekk Phil Jackson, sem neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn. Lakers voru með 19 stiga forskot, 81-62, þegar Clippers tóku loks við sér og skoruðu 16 stigí röð og komust niður í eitt stig, 83-82, þegar um mínúta var eftir. Derek Fisher kláraði svo leikinn á víti og Clippers klikkuðu á lokaskotinu.
Á meðan voru Cleveland að leggja San Antonio Spurs með sannfærandi hætti. LeBron James skoraði 38 stig, þar af 18 strax í fyrsta leikhluta, og sýndi að Cavs ætluðu ekki að tapa þriðja leiknum í röð. Spurs eru engu að síður þekktir fyrir annað en að leggjast á hliðina og náðu að minnka muninn niður í 9 stig, 84-75, en James og félgagar tók þá aftur af skarið og kláruðu leikinn af fádæma öryggi.
Þá er ekki hægt annað en að minnast á stórsigur Dallas Mavericks gegn Phoenix Suns, 140-116, í nótt. Dallas gerði þar með endanlega út um keppni liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni, en það var stórkostleg frammistaða Jason Kidd sem stóð uppúr. Hann gaf heilar 20 stoðsendingar og skoraði 19 stig í kaupbæti og lék einungis í þrjá leikhluta.
Með þessu setti hann félagsmet yfir flestar stoðsendingar í hálfleik (16) flestar stoðsendingar í leik sem ekki er framlengdur og síðast en ekki síst fór hann upp fyrir Magic Johnson í 3. sæti yfir flestar stoðsendingar á NBA-ferlinum. Kidd er nú með 10.148 stoðsendingar á ferlinum og hafa einungis Mark Jackson (10.323) og John Stockton (15.806) gefið fleiri.
Hér eru úrslit næturinnar:
San Antonio 81 – Cleveland 101
Phoenix 116 – Dallas 140
Charlotte 97 – Detroit 104
New York 112 – Toronto 103
Indiana 117 – Oklahoma City 99
Denver 110 – Minnesota 87
Portland 88 – Houston 102
Utah 108 – New Orleans 94
Philadelphia 67 – New Jersey 96
Golden State 105 – Sacramento 100
LA Clippers 85 – LA Lakers 88
Tölfræði leikjanna
ÞJ