09:02:16
LA Lakers unnu Utah Jazz í nótt, 125-112, í leik sem gæti verið forsmekkur af fyrstu umferð fyrstu umferðar í Vesturdeildarinnar. Ungstirnið Andrew Bynum virðist vera að finna sitt gamla form eftir erfið meiðsli og skoraði 22 stig fyrir Lakers og Pau Gasol var með 20.
Deron Williams var með 25 stig og 13 stoðsendingar fyrir Jazz.
Þá lögðu meistarar Boston Celtics Philadelphia að velli, 98-100, en það er einmitt ekki ólíklegt að þessi lið mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni. Sigurinn kom þrátt fyrir að Kevin Garnett og Ray Allen hafi verið fjarverandi hjá Boston.
Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston og Andre Iguodala var stigahæstur 76ers með 25 stig.
Loks var það einn eitt sýnishornið þegar Atlanta Hawks og Miami mættust, en þau munu mætast í fyrstu umferðinni. Atlanta hafði betur í þetta sinn, 79-81, enda voru Dwayne Wade og Jermaine O‘Neal hvíldir, en flestir lykilleikmenn Hawks komu þó lítið við sögu, enda var þessi leikur einskis virði hvað við kemur stöðunni í deildinni.
Leikurinn var leiðinlegur á að horfa, en merkilegt nok kom Speedy nokkur Claxton við sögu í sínum fyrsta leik fyrir Hawks í rúm tvö ár. Árið 2006 fékk hann risasamning við liðið eftir ágætt tímabil fyrir Hornets, en sambland af meiðslum og slakri frammistöðu kom honum á bekkinn þar sem hann hefur setið í rúm tvö ár á nær sex milljóna dala launum á ári.
Hann átti engan stórleik þar sem hann kom inná í 7 mínútur og skoraði eitt stig. Hann fór á vítalínuna, hitti ekki á körfuna úr fyrsta skotinu, en smellti því seinna ofaní og hver veit nema hann bæti öðru stigi við í kvöld þegar Hawks sækja Grizzlies heim á lokadegi NBA-deildarkeppninnar.
Hér má sjá stöðuna í deildinni
ÞJ