spot_img
HomeFréttirLakers, Hawks og Hornets einu taplausu lið NBA deildarinnar

Lakers, Hawks og Hornets einu taplausu lið NBA deildarinnar

 
Aðeins þrjú lið eru enn ósigruð í NBA deildinni eftir leiki næturinnar en nóg var um að vera vestanhafs þar sem 12 leikir fóru fram. Atlanta, New Orleans og Lakers eru nú einu ósigruðu lið deildarinnar. 
Atlanta tók á móti Detroit Pistons á heimavelli í nótt og lögðu gesti sína 94-85. Josh Smith gerði 22 stig og tók 11 fráköst í liði Hawks en hjá Pistons var Ben Gordon með 22 stig.
 
New Orleans gerðu góða ferð til Houston og lögðu heimamenn 99-107. Chris Paul var stigahæstur í liði Hornets með 25 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Hjá Houston voru Kenyon Martin og Aaron Brooks báðir með 18 stig.
 
Kobe Bryant fór mikinn í útisigri Lakers gegn Sacramento þar sem lokatölur voru 100-112 Lakers í vil. Bryant gerði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst og var þetta sautjánda þrennan á NBA ferli Bryants.

Paul Pierce komst í nótt í hóp þeirra leikmanna NBA-deildarinnar sem skorað hafa 20.000 stig í deildinni þegar Boston vann Milwaukee, 105:102, á heimavelli í framlengdum leik.  
 
Úrslit næturinnar:

Atlanta 94-85 Detroit

New Jersey 83-85 Charlotte
Orlando 128-86 Minnesota
Philadelphia 101-75 Indiana
Boston 105-102 Milwaukee
Houston 99-107 New Orleans
Denver 101-102 Dalls
Utah 125-108 Toronto
Phoenix 110-112 San Antonio
Golden State 115-109 Memphis
LA Clippers 107-92 Oklahoma
Sacramento 100-112 Lakers
Ljósmynd/ Chris Paul hefur ríka ástæðu til þess að brosa breitt um þessar mundir enda Hornets búnir að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -