spot_img
HomeFréttirLakers á beinu brautina

Lakers á beinu brautina

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem LA Lakers komust loks á beinu brautina með sigri á Utah Jazz en Lakers töpuðu tveimur fyrstu leikjunum sínum á tímabilinu. Lokatölur í viðureign Utah og Lakers í nótt voru 96-71 Kobe og félögum í vil.
Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Spánverjinn Pau Gasol bætti við 22 stigum og 9 fráköstum. Hjá Utah kom Paul Millsap með 18 stig og 8 fráköst af bekknum.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
New Jersey 70-106 Atlanta
Miami 115-107 Boston
Milwaukee 98-95 Minnesota
Portland 101-79 Sacramento
 
Mynd/ Kobe Bryant var með 26 stig í nótt þegar LA Lakers fundu sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -