spot_img
HomeFréttirKRtv og OZ í samstarf

KRtv og OZ í samstarf

Nú verður hægt að sjá útsendingar KRtv á OZ appinu. Samstarf KRtv og OZ hefst með útsendingu frá leikjum meistara meistaranna, karla og kvenna á sunnudaginn nk.
 
Fréttatilkynning KRtv:
 
“KRTV og OZ hafa nú tekið höndum saman. Aðstandendur KRTV eru einstaklega spenntir yfir því að hafa fengið tækifæri að nýta sér notendavænt viðmót OZ.

Það er vel við hæfi að fyrstu leikirnir, sem sýndir verða í samstarfi við OZ, eru baráttan um titilinn „meistari meistaranna“. Leikirnir fara fram í DHL höllinni sunnudaginn 5. október nk. Þar munu tvö öflugustu lið landsins í karla- og kvennaflokki leiða saman hesta sína. Stelpurnar ríða á vaðið og þar mæta íslandsmeistarar Snæfells bikarmeisturum Hauka og hefst leikurinn kl. 17.00. Seinni leikur dagsins er leikur íslandsmeistara KR gegn bikarmeisturum Hauka og hefst hann kl. 19.15.

Útsending hefst tíma kl. 16.30. KRTV verður hægt að nálgast á OZ appinu sem er aðgengilegt bæði í App Store og Play Store. (Leitarorð: OZ TV.)
KRTV og OZ hvetja alla til að kynna sér nýja viðmótið. Bráðlega verður hægt að skoða gamlar upptökur, ýmis viðtöl og eftirminnileg tilþrif í gagnagrunninum. Á næstu mánuðum verða svo settir inn fjölmargir nýir möguleikar sem gera upplifun notandans af útsendingunni bæði skemmtilegri og gagnvirkari.”
 
Fréttir
- Auglýsing -