Nú eftir rúman hálftíma mætast Rúmenía og Ísland í undankeppni EuroBasket 2015. Kristinn Geir Pálsson íþróttafulltrúi KKÍ er staddur ytra og er í fararstjórn með íslenska hópinn. Karfan.is náði eldsnöggu tali af Kristni áðan.
„Menn eru staðráðnir í að bæta sig eftir slakan leik síðast, mórallinn er frábær í hópnum. Hér er 35 stiga hiti og hefur verið ansi heitt í húsunum á æfingum. Leikvangurinn hjá Rúmenunum er flottur, gryfja með sætum allan hringinn. Þá skemmir ekki fyrir að Rúmenar leika líka í PEAK búningum eins og við,“ sagði Kristinn.
Fátt annað en sigur kemur til greina hjá okkar mönnum í dag til að eiga lífsvon í keppninni.
Mynd/ Svægið hefur aldrei vantað hjá KGP.