spot_img
HomeFréttirKristinn dæmdi í Frakklandi

Kristinn dæmdi í Frakklandi

8:27

{mosimage}

(Vicky Hall var stigahæst hjá Bourges, einnig má sjá glitta í Kristin Óskarsson)

Kristinn Óskarsson dæmdi leik franska liðsins Bourges Basket og Dexia Namur frá Belgíu í FIBA Euroleague kvenna í gær.

Leikurinn fór fram í borginni Bourges í Frakklandi fyrir framan 2700 áhorfendur og sigruðu heimastúlkur 66-54 í leik sem fór rólega fram og einungis dæmdar 33 villur allt í allt. Franska liðið hefur byrjað keppnina vel og sigrað 3 fyrstu leiki sína.

Meðdómari Kristins í leiknum var Karel Kraaijeveld frá Hollandi og í kvöld dæma þeir leik Pays d aix Basket og CAB Madeira í EuroCup kvenna.

Það er annars að frétta af Kristni að hann var í fríi á Kanaríeyjum fyrir leikinn og sá þar meðal annars Jón Arnór Stefánsson spila með Valencia gegn Gran Canaria.

Tölfræði: http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_jr6ZiXqeGhMBtfq1yxqV83.season_2007.roundID_5094.teamID_.gameID_5094-B-7-3.html

runar@mikkivefur.is

Mynd: FIBAEurope.com

Fréttir
- Auglýsing -