Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap fyrir Spirou í kvöld í BNXT Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 84-99.
Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 15 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.
Aris er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar, sigurlausir eftir fyrstu tvo leiki þessarar efri deildar keppninnar.