spot_img
HomeFréttirKR stúlkur nokkuð öruggar í A riðil

KR stúlkur nokkuð öruggar í A riðil

20:52

{mosimage}

Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild kvenna er nú að ljúka. Snæfell vann Fjölni í Hólminum 80-43 og fer því með 4 stig í annan hluta deildarkeppninnar og betri innbyrðisstöðu gegn Fjölni. KR vann Val 77-53 og kemst þar með upp fyrir Val og er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í A riðli annars hluta deildarinnar. Keflavík vann Hamar 95-79 og er því öruggt með annað sætið í fyrri hluta deildarkeppninnar. Þá unnu Haukastúlkur Grindavík 83-68.

Sigrún Ámundadóttir var stigahæst KR stúlkna með 20 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Signý Hermannsdóttir skoraði 27 stig fyrir Val og tók 14 fráköst.

Birna Valgarðsdóttir fór mikinn fyrir Keflavík og skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en Julia Demirer var atkvæðamest Hamarsstúlkna með 25 stig og 12 fráköst.

Hjá Haukum var Guðbjörg Sverrisdóttir með 21 stig  en Petrúnella Skúladóttir skoraði 16 fyrir Grindavík.

Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell en Birna Eiríksdóttir var atkvæðamest Fjölnisstúlkna með 16 stig.

Nú er aðeins ein umferð eftir í fyrri hluta deildarinnar og er aðeins spurning um í hvaða sætum KR og Valur enda, bæði lið eru með 14 stig núna og KR hefur betra innbyrðis. KR heimsækir Fjölni í síðasta leik og Valur tekur á móti Keflavík. Valsstúlkur þurfa að sigra sinn leik og treysta á að KR tapi til að komast í A riðil en liðunum verður skipt í A og B riðil eftir næstu umferð. Fjögur efstu liðin fara í A riðil og leika þar heima og heiman hvert við annað. Hin fjögur fara í B riðil og leika þar heima og heiman við hvert annað. Liðin taka öll þau stig sem þau hafa áunnið sér í vetur með í A og B riðil.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -